Fiskistofa gefur út síldveiðileyfi í norskri lögsögu

13.September'07 | 17:24

VSV Vinnslustöðin Sighvatur Bjarnason VE

Í ljósi þess að í byrjun árs tókust samningar um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hafa íslensk skip fengið leyfi til síldveiða innan norskrar lögsögu. Að kröfu Norðmanna geta aðeins 15 íslensk skip fengið leyfi til veiða á hverjum tíma. Alls eru veiðiheimildir íslenskra skipa innan norskrar lögsögu 34.560 tonn og er skipunum heimilt að veiða fyrir norðan 62°N og utan 12 sml. frá grunnlínum.

Eftirtalin skip hafa fengið leyfi: Aðalsteinn Jónsson SU, Hákon EA, Lundey NS, Faxi RE, Ingunn AK, Vilhelm Þorsteinsson EA, Margrét EA, Huginn VE, Bjarni Ólafsson AK, Börkur NK, Guðmundur VE, Álsey VE, Þorsteinn ÞH, Sighvatur Bjarnason VE, Kap VE.

Frá þessu er skýrt á vef Fiskistofu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...