Höfuðsnillingur verkefnastjórnunar

10.September'07 | 10:16

Eygló Harðardóttir

Fátt getur verið meira hressandi og skemmtilegt en að lesa sunnudagsmoggann í morgunsárið.  Gaman hófst með því að Mogginn hreinlega hengdi Sturlu Böðvarsson upp á afturfótunum á forsíðunni og batnaði bara eftir að ég las grein Róberts Marshalls þar sem hann hellti úr skálum reiði sinnar (og samgönguráðherra???) undir fyrirsögninni Til hvers er Framsóknarflokkurinn?
Þar eru ég og Bjarni Harðar titluð höfuðsnillingar verkefnastjórnunar og erum spurð hvort við viljum að Vegagerðin styðji sig áfram við sömu ráðgjöf og áður í málefnum Grímseyjarferju.  Sem höfuðsnillingur verð ég hreinlega að svara í samræmi við þær upplýsingar sem koma fram í níu síðna úttekt Moggans. Ef það er ráðgjöf Sturlu Böðvarssonar og Árna Mathiesenar þá er svarið svo sannarlega nei.

En væntanlega hefur Róbert lítinn áhuga á mínum svörum, eftir að hafa misst svona eftirminnilega kúlið, líkt og Egill Helgason orðaði það. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.