Góðan daginn frá Amsterdam!

10.September'07 | 22:01

Andri Hugo

Allt í lagi þá, best að láta heyra í sér áður en allt verður crazy! Við peyjarnir erum sem sagt komnir til Amsterdam, komnir með húsið okkar og byrjaðir í skólanum. En þetta gekk alls ekki vandræðalaust fyrir sig.
Við fengum ekki húsið okkar fyrr en síðasta föstudag, eftir mikið tuð og puð út í fasteignasalann. Hann ætlaði fyrst ekki að hleypa okkur inn fyrr en 10. september og seinna breyttist það í 14. september, eitthvað kjaftæði í honum um mikla pappírsvinnu og þar fram eftir götunum. En það reddaðist allt saman fyrir rest og við fluttum inn 7. sept.

Fyrstu tvær næturnar gisti ég hins vegar í hjarta Amsterdam borgar, í blámiðju Rauðahverfisins. Þar var ég á lítilli skítabúllu sem kallast Heart of Amsterdam og borgaði í kringum 35 evrur fyrir hverja nótt í sameiginlegu svefnplássi með 4 öðrum Bretum. Þetta var það ódýrasta sem ég fann með svona stuttum fyrirvara (ég var búinn að gera ráð fyrir því að við myndum fá húsið strax og ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af gistingu). Sitthvoru megin við þetta svokallaða hótel voru hóruhús. Reyndar voru hóruhús hvert sem augum litu þarna í nágreninu, léttklæddar meyjar í hverjum glugga. Og ég gisti þarna á föstudegi og laugardegi, svo þið getið ímyndað ykkur lætin og partýstandið á fólki þarna. Ég svaf allavega ekki mikið fyrstu nóttina, svo mikill var hávaðinn. Greinilegt að ferðamenn koma hingað til að skemmta sér, og þá sérstaklega Bretar. Enda fara ærslafullir og drykkjusamir Englendingar almennt verulega í taugarnar á Hollendingum.

Meðan ég stóð þarna á barmi nætursenunnar í einni mestu partýborg í heimi sváfu hinir sveinarnir þrír værum blundi hjá frændfólki og vinafólki. Kári og Viktor gistu í Den Haag, sem er í klukkutíma lestarferð frá Amsterdam og Andri Eyvinds gisti hjá vinafólki fjölskyldu sinnar hérna í Amsterdam. En við ákváðum á sunnudeginum að reyna að finna okkur einhvern stað þar sem við gætum allir gist saman, meðan við biðum og vonuðum eftir fréttum af húsamálum okkar. Við fundum fyrir hálfgerða tilviljun stúdíóíbúð í miðborginni sem við gátum allir fjórir verið á fyrir ekki svo ofsalega mikinn pening (u.þ.b. 120 evrur nóttin í það heila). Þar vorum við næstu fimm nætur í góðu yfirlæti, meðan við biðum og vonuðum og biðum og vonuðum...

Svo, eins og ég sagði, fengum við húsið okkar (nota bene, þetta er hús, ekki íbúð) á föstudeginum. Eftir að hafa afgreitt okkar mál við eigandann og fasteignasalann drifum við okkur í IKEA þar sem við eyddum 4-5 tímum og keyptum svona það helsta sem vantaði í íbúðina. Dótið átti samt ekki að koma til okkar fyrr en daginn eftir. Við ákváðum samt að reyna að taka forskot á sæluna og buðum tveimur íslenskum krökkum, þeim Sunnu og Atla, sem eru með okkur í bekk, í óformlegt innflutningspartý. Það var frekar rólegt, enda ekkert í íbúðinni. Þurftum að leika af fingrum fram og færðum garðhúsgögn inn í eldhús og einn þurfti að sitja í stiganum því það voru ekki nógu margir stólar. En það var bætt úr þessu á laugardeginum. Þá tjösluðum við saman flestöllum húsgögnunum, buðum Sunnu og Atla aftur í innflutningspartý (formlegt að þessu sinni), elduðum pítur og drukkum veigar að íslenskum sið. Say no more!

Kannski ég segi ykkur aðeins frá skólanum líka. Hann fer rólega af stað, við mætum ekki nema tvisvar í viku og þá þrjá tíma í senn, fyrstu þrjá mánuðina. En það er líka nóg af verkefnum og heimalærdómi með þessu til að halda okkur við efnið. Eftir þessa fyrstu þrjá mánuði fer þetta síðan almennilega af stað, þá mætum við 4 sinnum í viku og verkefnavinnan tvöfaldast. Þá erum við komin í almennilegan bissness.

Annars er gaman að segja frá því að í þessum bekk eru skráðir 24 nemendur og af þessum 24 nemendum telja íslendingarnir heila 7! Það eru bara tæp 30%! Fyrir utan okkur sjö í þessum bekk eru svo Kári, sem er á annari braut, og annar herramaður sem kominn er töluvert lengra á okkar braut og klárar í febrúar.

Hér ferðast fólk gríðarlega mikið á hjólum, enda landið flatt og tilvalið fyrir slíkt. Þannig að við keyptum okkur auðvitað allir hjól. Erfitt að vera hérna hjólalaus allavega. Þetta er mjög fínt, maður nýtur þess að hjóla á milli staða í fersku loftinu, fær að njóta umhverfisins meira en inn í bíl eða rútu, mengar umhverfið ekkert í leiðangrum sínum og fær gríðarlega góða hreyfingu af þessu. Þetta er málið.

Við erum að bíða eftir að fá almennilega nettengingu inn í húsið. Eins og er erum við bara að stela einhverjum bylgjum úr loftinu frá einhverjum óheppnum nágranna sem kann ekki að læsa routernum sínum. Eftir að net tengingin er komin verður meira um blogg frá mér og þá fara líka að koma inn myndir. Búinn að taka nóg af þeim og þær bíða óþreyjufullar eftir að fá að tala hver sínum eitt þúsundum orðum.

Læt þetta duga í bili... þó fyrr hefði verið! En ég get ekki hætt án þess að setja inn nokkrar myndir.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).