Helstu verkefni lögreglu frá 20 ágúst til 27. ágúst 2007

28.Ágúst'07 | 15:00

Lögreglan,

Það er helst að frétta hjá lögreglu eftir sl. viku að þessi hrina skemmdarverka sem fór af stað um helgina 18-19. ágúst sl. hélt eitthvað áfram fram eftir viku því tvö önnur eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í byrjun síðustu viku.
Er þarna um að ræða rúðubrot í bifreið sem stóð við verkstæði Bílverks v/Flatir.  Þá var tilkynnt um rúðubrot í Miðstöðinni.  Er talið að þessar tvær rúður hafi verið brotnar að kvöldi 21. ágúst sl.  Þar sem ekki liggur fyrir hver eða hverjir þarna voru að verki hvetur lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um gerendur að hafa samband.

Þrír þjófnaðir voru tilkynntir lögreglu í sl. viku en um er að ræða þjófnað á útvarpi úr bifreið sem stóð á Skólavegi, þjófnað á eldsneytiskortum úr stýrishúsi Frú Matthildar VE og þjófnað á tösku sem var í búningsklefa í Íþróttamiðstöðinni.  Ekki liggja fyrir hverjir þarna voru að verki og óskar lögreglan eftir því að þeir sem einhverja vitneskju hafa um þá sem þarna áttu hlut að máli hafi, samband við lögreglu.

Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en sökum ölvunar var hann óviðræðuhæfur og fékk því gistingu á lögreglustöðinni þar til víman rann af honum.

Þrír ökumenn fengu sekt vegna brota á umferðarlögum. Einn ökumaður fékk sekt fyrir að skilja bifreið sína eftir þannig að hún rann á aðra,  þá var einn ökumaður sektaður fyrir að hafa ekki öryggisbeltið spennt í akstir og einn fyrir að leggja bifreið sinni ólöglega.

Lögreglan vill minna foreldra og forráðamenn barna yngri en 16 ára á að nk. laugardag þann 1. september breytast útivistareglur barna og ungmenna þannig að börn 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.