Hermann spilar á móti Chelsea í dag

25.Ágúst'07 | 09:51
Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth spila í dag á móti Chelsea í enska boltanum á heimavelli Chelsea. Hemmi og félagar hafa byrjað frábærlega og eru þeir ósigraðir það sem af er móti. Hermann hefur spilað vel með Portsmouth frá því að hann samdi við liðið eftir að Charlton féll um niður úr úrvaldsdeildinni.

Hannover 96 lið Gunnar Heiðars Þorvaldssonar heldur í dag til Munchen og leikur gegn Bayern Munchen. Gunnar Heiðar er ekki í 18 manna leikmannahópi Hannover og er staða hans hjá liðinu orðin erfið þrátt fyrir að hann hafi skorað í landsleik Íslands - og Kanada á miðvikudaginn.

Á morgun sunnudag leikur Margrét Lára Viðarsdóttir með landsliði Íslands í knattspyrnu við Slóveníu þar ytra. Leikurinn er í riðlakeppni fyrir EM í fótbolta. Kvennalandsliðið hefur staðið sig frábærlega og á góðan möguleika að verða fyrsta A landslið Íslands að komast á stórmót. Leikurinn er sýndur á RÚV í beinni útsendingu og hefst útsending klukkan 14:55.

Birkir Ívar Guðmundsson markmaður TUS Lübbecke í þýska handboltanum leikur í dag á móti Flensburg. Um helgina byrjar handboltavertíðin í Þýskalandi og spennandi verður að fylgjast með árangri Birkis Ívars og félaga.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...