Vestmannaeyjabær kynnir hugmyndir um mótvægisaðgerðir

23.Ágúst'07 | 19:51

bærinn

Vestmannaeyjabær hefur boðað til blaðamannafundar á morgun þar sem lagðar verða fram tillögur um mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið fyrir bæinn, er áætlað að staðbundin áhrif 30% skerðingar á kvóta Vestmannaeyja nemi alls um 3,6 milljörðum króna á komandi fiskveiðiári.

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ segir, að sérfræðingar í hafrannsóknum á Íslandi hafi gefið í skyn að skerðingin muni að öllum líkindum ná til næstu þriggja ára. Megi því álykta að áhrifin verði vart undir 10 milljörðum á þessum tíma í Vestmannaeyjum.

Í greinargerð SSV Þróunar og ráðgjafar um staðbundin áhrif kvótaskerðingarinnar á Eyjar, kemur einnig fram að af 79 sveitarfélögum í landinu öllu, séu Vestmanneyjar kvótaríkasta sveitarfélagið þegar horft sé til heildarkvóta í þorskígildum.

„Höggið fyrir atvinulífið og samfélagið allt vegna niðurskurðar á þorskkvóta er því mikið. Eyjamenn eru hinsvegar þekktir fyrir að líta á mótlæti sem verkefni en ekki vandamál og munu líta á þessar þrengingar sem hvatningu til að gera enn betur hvað varðar þá vaxtarbrodda sem fyrir eru. Því hefur Vestmannaeyjabær nú kallað eftir mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar og lýst sig reiðubúna til að draga vagninn hvað tillögur og framkvæmd þeirra varðar," segir í tilkynningu Eyjamanna.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.