Ný Bergey VE lagði af stað frá Póllandi í morgun

8.Ágúst'07 | 14:28
Nýtt skip Bergs-Hugins, Bergey VE 544 lagði af stað frá Póllandi til Íslands klukkan 11.44 í morgun að staðartíma. Er skipið væntanlegt til heimahafnar í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn gangi allt að óskum.
„Þetta er glæsilegt skip og það var stór stund þegar Bergey lagði af stað heim á leið,“ sagði Magnús Kristinsson útgerðarmaður sem var viðstaddur. Fyrr á þessu ári fékk útgerðin Vestmannaey VE 444 og eftir áramót kemur nýr Dala-Rafn VE. Allt eru þetta eins skip, 29 metra löng og smíðuð á sama stað hjá Norship í Póllandi.
Skipstjóri á Bergey er Sigurður G. Sigurjónsson og yfirvélstjóri Svanur Gunnsteinsson.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...