Uppgjör eftir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2007.

7.Ágúst'07 | 12:29

Lögreglan,

Nokkur fjöldi Þjóðhátíðargesta var í Vestmannaeyjum í gærkveldi og var talsverð ölvun á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal í nótt.  Einn gisti fangageymslur lögreglu vegna ölvunar.  Tjaldgestir gerðu sér að leik að kveikja í tjöldum í dalnum og er það að verða árviss hegðun þeirra að lokinni hátíðinni, enda margir sem hreinlega skilja allan sinn búnað eftir og hirða ekki um að taka hann með sér heim.

Þrátt fyrir stanslausa flutninga fólks með flugi og Herjólfi í gær er ekki reiknað með að síðustu gestirnir komist frá Eyjum fyrr en í kvöld.

Þegar helgin er gerð upp er ljóst að Þjóðhátíð í ár er með stærri hátíðum og gestafjöldi líklega yfir 10 þúsund.  Veður var með besta móti þvert ofan í margar spár og sólin skein flesta dagana.

Frá sjónarhóli lögreglu er langt síðan jafn fá alvarleg mál hafa komið upp og er þá átt við líkamsárásir sem voru fáar, fíkniefnamál voru færri en um langt árabil og ekkert kynferðisbrot hefur verið kært til lögreglu.  Þrátt fyrir þetta var talsverður erill marga dagana og hafði lögregla í mörgu að snúast vegna ölvunar gesta.

Lögreglan í Vestmannaeyjum.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...