Verslunarmannahelgin: Flestir í Eyjum og á Höfn
4.Ágúst'07 | 14:23Flestir eru á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, 7.000-8.000, og á ungmennafélagsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði þar sem eru um 6.000. Ólafur Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ, segir að fólk hafi streymt inn á tjaldsvæðið fram eftir nóttu, allt hafi farið vel fram og að veður sé stórgott. Í dag verður keppt í skák, glímu og hestaíþróttum, krakkafótbolta og frjálsum íþróttum svo eitthvað sé nefnt.
Lögregla segir ölvun hafa verið talsverða í Eyjum í nótt og eitthvað um smápústra. Tveir voru teknir með fíkniefni, lítilsháttar af maríúana og amfetamín. Aðeins einn gisti fangageymslu. Samgöngur milli lands og Eyja hafa gengið hnökralaust fyrir sig og von er á nokkrum fjölda fólks til Eyja í kvöld. Friðbjörn Valtýsson í Þjóðhátíðarnefnd reiknar með að hátíðin verði stærri en í fyrra.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.