Önnur árásarkvennanna yfirheyrð í Eyjum

3.Ágúst'07 | 13:06
Búið er að yfirheyra aðra konuna sem réðst á 28 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Sólon síðastliðna helgi. Konan var kölluð til skýrslutöku í Eyjum í gær en sleppt að því loknu því ekki þótti ástæða til að handtaka hana vegna málsins. Konan sem ráðist var á hefur legið á spítala í fimm daga og gengist undir aðgerð á eyra. 
Tuttugu og átta ára kona varð fyrir hrottafenginni líkamsárás tveggja kvenna um tvítugt, í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborginni síðastliðið laugardagskvöld. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og bitið var stórt stykki af eyra hennar. Konan var í biðröð fyrir utan skemmtistaðinn Sólon með vinkonu sinni og frænku. Önnur árásarkvennanna kastaði bjórflösku í frænku konunnar. Þegar konan gerði athugasemd við það, var ráðist á hana. Konan þurfti að gangast undir aðgerð á eyra og hefur legið á spítala í fimm daga. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu segir að árásárkonurnar tvær hafi farið til Eyja fyrir helgina. Lögreglan í Eyjum yfirheyrði aðra þeirra í gær en henni var svo sleppt að því loknu. Óvíst er hvort hin verði yfirheyrð í Eyjum en Sigurbjörn segir að hún verði þá yfirheyrð strax eftir helgi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til að handtaka konurnar í Eyjum og flytja þær til Reykjavíkur vegna málsins. Enn standi yfir rannsókn og búið sé að ná til allra vitna og þeirra sem koma að málinu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.