Ísfélagið: 64.000 tonna loðnuvertíð

Loðnuvertíðinni er að ljúka og eru öll Eyjaskipin búin með kvótann, en enn er unnið úr síðustu tonnunum í landi.

„Við höfum lokið við veiðarnar og Ísfélagsskipin búin að veiða 64.000 tonn á þessari loðnuvertíð sem verður að teljast ein sú besta í langan tíma.“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net.

Um 12.600 tonn í frystingu

Að sögn Eyþórs bjuggu þau hjá Ísfélaginu sig undir 35.000 tonna vertíð sem breyttist í 64.000 tonna vertíð uppúr miðjum febrúar, en þar vísar Eyþór í kvótaukningu sem samþykkt var samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

„Við frystum um 12.600 tonn af heilfrystri loðnu og hrognum. Restin fór í bræðslu.“ segir útgerðarstjórinn að endingu.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast