Öll tilboð í jarðvinnu við ljósleiðarakerfi yfir kostnaðaráætlun

24.Janúar'22 | 16:11
ljosleidaralogn_2021

Búið er að leggja ljósleiðara í dreifbýlið í Vestmannaeyjum auk nokkura hverfa. Ljósmynd/TMS

EFLA verkfræðistofa óskaði nýverið eftir tilboðum í jarðvinnu við lagningu ljósleiðarakerfis fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Fram kom í útboðsgögnum að verklok séu eigi síðar en 1. desember 2022.

Verkinu er áfangaskipt og voru 2 áfangar þess boðnir út nú. Verkið felur í sér að grafa, draga í eða plægja niður ljósleiðararör frá dreifistöðvum kerfisins inn á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ, setja niður tengiskápa, bora inntök í hús, ásamt frágangi lagnaleiðar innanhúss. 

Línuborun ehf. bauð lægst

Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ bárust þrjú tilboð í áfanga 1a. og tvö í áfanga 1b. Öll tilboðin voru talsvert yfir kostnaðaráætlun líkt og sjá má hér að neðan.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhaldið. Hann segir að verið sé að fara yfir málið.

Eftirfarandi tilboð bárust: Áfangi 1a:        
Nafn bjóðenda: Tilboðsupph. m/vsk Áætluð lokadags. Verðstig Verklokastig Stigagjöf
Steingarður ehf 105.166.000 1.12.2022 62,6% 0,0% 62,6%
Berg verktakar ehf 96.873.500 31.5.2022 68,0% 20,0% 88,0%
Línuborun ehf 82.293.500 31.5.2022 80,0% 20,0% 100,0%
           
Kostnaðaráætlun verkkaupa 62.701.924        
           

 

Eftirfarandi tilboð bárust: Áfangi 1b:        
Nafn bjóðenda: Tilboðsupph. m/vsk Áætluð lokadags. Verðstig Verklokastig Stigagjöf
           
Berg verktakar ehf 93.370.000 31.5.2022 54,1% 20,0% 74,1%
Línuborun ehf 82.293.500 31.5.2022 80,0% 10,0% 90,0%
           
Kostnaðaráætlun verkkaupa 50.701.860        
           

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...