Birgir leiðir fram­boðslista Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi

21.Júlí'21 | 22:34
midflokkurinn_sex_efstu_2021

Frá vinstri: Ásdís Bjarnadóttir, Heiðbrá Ólafsdóttir, Birgir Þórarinsson, Erna Bjarnadóttir, Guðni Hjörleifsson og Davíð Brár Unnarsson. Ljósmynd/Miðflokkurinn

Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Tveir Eyjamenn eru á lista flokksins.

Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir. Í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir og í fjórða sæti listans er Guðni Hjörleifsson. 

Miðflokk­ur­inn á í dag tvo þing­menn í Suður­kjör­dæmi. Þá Birg­i Þór­ar­ins­son og Karl Gauta Hjaltason, sem skipti yfir í Miðflokkinn á kjörtímabilinu eftir að hann yfirgaf Flokk fólksins. Karl Gauti er hins vegar ekki á listanum, en hann sóttist eftir að leiða hann.

Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:

1.  Birgir Þórarinsson, Vogum á Vatnsleysuströnd

2.  Erna Bjarnadóttir, Hveragerði

3.  Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra

4.  Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum

5.  Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum, Hrunamannahreppi

6.  Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ

7.  Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg

8.  Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík

9.   Magnús Haraldsson, Hvolsvelli

10.  Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ

11.   Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ

12.  Ari Már Ólafsson, Árborg

13.  Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri

14.  Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík

15.  Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum

16.  Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn

17.  Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg

18.  Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ

19.  Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra

20.  Einar G. Harðarson, Árnessýslu

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).