Húsnæðismál fatlaðs fólks

Styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir hefjist

1.Mars'19 | 06:57
Strandvegur_tillaga_2016

Tölvugerð mynd af útliti hússins.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri kynnti stöðuna í húsnæðismálum fatlaðs fólks á síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Í bókun ráðsins segir að ráðið fagni því að nú styttist í að framkvæmdir við nýjar þjónustuíbúðir fari að hefjast. 

Ráðið fagnar því einnig að með tilkomu nýs þjónustukjarna fjölgi íbúðum þess ásamt því að almennum íbúðum fyrir fatlaða og öryrkja muni fjölga.

Jón segir í samtali við Eyjar.net að hann hafi farið yfir með nýju fólki í ráðinu framkvæmdirnar í Ísfélagshúsinu þ.e. nýju þjónustuíbúðirnar og upplýsa þau um fjölgun leiguíbúða fyrir fatlaða og öryrkja.

„Nýju þjónustuíbúðirnar á Strandvegi 26 verða sjö í stað þeirra fimm sem eru nú á Vestmannabraut 58. Þjónustuíbúðirnar á Vestmannabrautinni leggjast af í þeirri mynd sem er í dag og verða í staðin leiguíbúðir fyrir öryrkja og fatlaða.

Öryrkjabandalagið á húsnæðið og hugmynd hefur verið að bæta janvel við sjöttu leiguíbúðinni við þar. Samtals verða þetta því 12 – 13 íbúðir. Að auki verða þrjár félagslegar leiguíbúðir til viðbótar á Strandveginum sem eyrnarmerktar eru fötluðum. Íbúðir fyrir fatlaða verða því samtals um 15 – 16 íbúðir auk þess sem það verður skammtímavistunarherbergi í þjónustukjarnanaum á Strandvegi 26.” segir Jón

Hann segir að þessi fjölgun íbúða kalli á endurskoðun á stoðþjónustu þ.e. heimaþjónustu fyrir fatlað fólk í búsetu. „Í dag eru um 47 fatlaðir fullorðnir einstaklingar í þjónustu hjá Vestmannaeyjabæ. Tólf þeirra eru í eignaríbúðum, tuttugu heima hjá aðstandendum og aðrir í leiguíbúðum eða stofnunum. Vestmannaeyjabær hefur gert mat á öllum þjónustuþegum um hvers konar búsetuþörf þeir hafa og kemur í ljós að flestir geta búið í sjálfstæðri búsetu með mis mikið eftirlit og þjónustuþörf. Þjónustuíbúðirnar á Strandvegi 26 mætir þeim sem þurfa stöðugt eftirlit.”

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is