Hinn 22. nóvember 1918 voru lög frá Alþingi um kaupstaðarréttindi fyrir Vestmannaeyjar staðfest af konungi. Lögin öðluðust gildi hinn 1. janúar 1919 og er sú dagsetning stofndagur Vestmannaeyjabæjar. Á þeim tíma bjuggu í Vestmannaeyjum ríflega tvö þúsund manns af rösklega 90 þúsund á landinu öllu. Fyrsti fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram 14. febrúar 1919. 

Hér munu birtast greinar og umfjallanir allt afmælisárið um Vestmannaeyjabæ, afmælið og viðburði í tengslum við afmælið. 

Þrettándamyndin:

Bæjarstjóri kveikti hugmynd

13.desember'19 | 11:45

Sighvatur Jónsson kvikmyndagerðarmaður segist hafa heillast af ritgerð Hrefnu Díönu um þrettándann. 

Herjólfur í 60 ár

12.desember'19 | 15:09

Í dag, fimmtudaginn 12. desember eru nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Þess verður minnst með ljósmyndasýningu í Einarsstofu kl. 17.00 í dag. 

Þrettándinn í máli og myndum

12.desember'19 | 13:00

Þessa dagana eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir að leggja lokahönd á heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem verður frumsýnd núna 27. desember næstkomandi.