Höfundur: Jóhanna Ýr Jónsdóttir

Er móðir, maki, vinur, sagnfræðingur, nörd, ofvirk,  feministi, bæjarfulltrúi, áhugasmiður, næstum-því-bakari, og hláturmild mannvera sífellt að reyna að læra eitthvað nýtt. Ekki að undra að ég sé þreytt þegar kemur að háttatíma! Finnst gaman að velta fyrir mér hlutunum og hreinlega elska uppbyggileg skoðanaskipti fólks með ólíkar skoðanir því á þeim lærum við mest. Hef áhuga á alls konar: hollri matargerð, hannyrðum, pólitík, uppeldi barna, ferðalögum,  skrifum og að stúdera mannskepnuna.

Jóhanna Ýr Jónsdóttir skrifar:

Reykjanesbrautin verður einungis söltuð á dagvinnutíma

22.apríl'15 | 09:40

Ég ferðaðist mikið um landið síðast liðið sumar, þ.m.t. Vestfirðina. Flestir vita að samgöngur þar eru allt annað en góðar. En þar eru t.d. göng milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Þegar ég spurðist útí forsögu þeirra fékk ég að heyra einfalda en góða skýringu; þessi göng voru jú dýr, en þau voru öryggisatriði.