Höfundur: Einar Björn Árnason

Einar Björn Árnason er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum þar sem hann hefur komið sér fyrir í Höllinni, með veisluþjónustuna „Einsa kalda“ og með veitingastað undir sama nafni á hótel Vestmannaeyjum. Veitingastaðurinn „Einsi kaldi“ tekur um 80 manns í sæti.

Einar útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi vorið 2007 með ágætiseinkunn.Áður en hann hóf matreiðslunám kom hann við í bakaranámi og starfaði sem bakari í 4 ár. Bakarareynslan hefur komið sér vel fyrir Einsa og auðgað hann sem matreiðslumann.  Einar lauk meistaranámi sínu matreiðslu vorið 2012.

Það var Grímur Þór Gíslason „plokkfisk-kóngur Íslands“sem fékk Einar í matreiðslunámið og „ól hann upp" ef svo má segja. Hann lærði hjá Grími og kláraði svo samning sinn á veitingahúsinu Óðinsvéum, undir leiðsögn Sigga Hall. Með náminu starfaði Einar á veitingastaðnum Argentínu.

Einar ann, Vestmannaeyjum, sínum heimabæ afar heitt og hann var því alltaf ákveðinn í að snúa aftur til Eyja, þar sem hann býr nú ásamt eiginkonu og þremur börnum.

Það er auðvitað ekki alltaf einfalt fyrir metnaðarfullan kokk  sem býr á eyju úti í ballarhafi að fylgjast vel með straumum og stefnum í eldamennskunni til að staðna ekki í faginu. Einar er líka  alveg klár á því og hefur hann gætt þess vel að halda sambandi við kollegana í bænum, en það gerir hann með því að heimsækja þá reglulega og fá þá í heimsóknir til Eyja. Í þessum heimsóknum er skipst á hugmyndum og uppskriftum, sem halda Einari ferskum og á tánum  og í tengslum við það sem er „inni“ í bransanum á hverjum tíma..

Í eldamennskunni finnst Einsa mest gaman að töfra fram ljúffenga sjávarrétti og fyrir það er hann rómaður. Þessi áhugi hans ætti kannski ekki að koma á óvart, þar sem nálægðin við fengsæl fiskimið gera honum kleift að fá spriklandi ferskan fisk daglega. Hann leggur reyndar almennt mikið upp úr því að nota í matargerðina staðbundið hráefni, s.s. bjarg- og sjófugl ásamt ýmis konar kryddjurtum sem týndar eru á eyjunni.

Ítalskir dagar á Einsa Kalda

30.apríl'15 | 15:41

Dagana 7 - 9 maí næstkomandi býður Einsi kaldi uppá ítalska töfra. Einar Björn Árnason og Sigurjón Aðalsteinsson hafa síðustu vikur skipulagt þessa hátíð og er dagskráin sem hér segir:

Einsi Kaldi skrifar:

Kóriander og kasjúahnetuleginn skötuselur

27.mars'15 | 06:31

Þessa vikuna verður boðið uppá ljúfengann kóriander og kasjúahnetuleginn skötusel. Nú erum við að vinna hörðum höndum að nýjum matseðli fyrir sumarið. En á þeim þremur árum sem veitingarstaðurinn hefur verið starfræktur er þetta 14 matseðillinn sem þeir koma með. Þannig að ferskleikinn og hugmyndaflugið er aðalsmerki Einsa Kalda.