Höfundur: Páll Scheving Ingvarsson

Verksmiðjustjóri. Fæddur í Vestmannaeyjum 24. Janúar 1963. Maki er Hafdís Kristjánsdóttir. Áhugamál eru mannlíf og náttúran.

Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Maður með byssu

4.Ágúst'20 | 08:50

Ég finn til með Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Jeffrey líður örugglega mjög illa, hann finnur til mikils óöryggis á Íslandi og telur einu mögulegu lækninguna við þessari vanlíðan, að vopnast, bera á sér byssu. Ég vona að honum verði ekki að ósk sinni. Vopnaðir vænisjúkir einstaklingar eru stórhættulegir.

Minning: Eiríkur H. Sigurgeirsson

Stór maður, stutt kveðja

20.maí'20 | 08:03

Það finnast í veröldinni menn, svo stórir og miklir, að augun fanga þá ósjálfrátt, ef frá þannig mönnum geislar einlægnin barnsleg og hlý, eignast þeir líka stað í hjörtum manna. Þannig var Eiríkur hestur! 

Páll Scheving Ingvarsson skrifar:

Hinsegin fólk, lífið og kirkjan!

26.janúar'15 | 09:05

Ég lá á hótelherbergi erlendis um daginn, vafraði um sjónvarpsstöðvarnar og datt inn í þátt um baráttu samkynhneigðra fyrir sjálfsögðu réttlæti. Rætt var við homma, lesbíur og almenna borgara um stöðu mála. Það vakti mig til umhugsunar þegar einn homminn sagði að hinsegin fólk lifði alveg eins og annað fólk, þeirra sambönd væru ekkert frábrugðin samböndum gagnkynhneigðra. Það var pínulítið nýtt fyrir mér, goðsögnin um styrk hinnar forboðnu ástar, Beggi og Pacas, allar þessar gleðigöngur og hipp hoppið í kringum samkynhneigða hafa kannski gefið mér örlítið ranga mynd af raunveruleikanum. Kannski glímir hinsegin fólk bara við nákvæmlega sömu vandamál og annað fólk, til dæmis í sínum samböndum.