Mannlíf og saga er hlaðvarp/podcast. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Einnig er hlaðvarpið á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Það eru þau Alma Eðvaldsdóttir, Hinrik Ingi Ásgrímsson og Snorri Rúnarsson sem standa á bakvið hlaðvarpið og er það byggt uppá viðtali við fólk sem tengist Eyjum á einn eða annan hátt. 

Rætt er við fólk um líf þeirra og störf. Eftir viðtalið er síðan smá sögubrot úr Eyjum sem starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja er búið að taka saman.

Hlaðvarpið - Ólafur Ingi Sigurðsson

2.desember'21 | 12:42

Í fertugasta þætti er rætt við Ólaf Inga Sigurðsson um líf hans og störf. Ólafur Ingi ræðir við okkur um fjölskylduna, myndlistina, leiklistin, vinnuna og margt fleira.

Hlaðvarpið - Gunnar Júlíusson

26.nóvember'21 | 07:15

Í þrítugasta og níunda þætti er rætt við Gunnar Júlíusson um líf hans og störf. Gunnar ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, listina, upplifun sína af árasinni á tvíburaturnana í New York og margt fleira.

Hlaðvarpið - Drífa Þöll Arnardóttir

20.nóvember'21 | 09:30

Í þrítugasta og áttunda þætti er rætt við Drífu Þöll Arnardóttur um líf hennar og störf. Drífa Þöll ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, bækur, lestur, hvernig samfélagið tók henni þegar að hún kom til Eyja og margt fleira.