Mannlíf og saga er hlaðvarp/podcast. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Einnig er hlaðvarpið á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Það eru þau Alma Eðvaldsdóttir, Hinrik Ingi Ásgrímsson og Snorri Rúnarsson sem standa á bakvið hlaðvarpið og er það byggt uppá viðtali við fólk sem tengist Eyjum á einn eða annan hátt. 

Rætt er við fólk um líf þeirra og störf. Eftir viðtalið er síðan smá sögubrot úr Eyjum sem starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja er búið að taka saman.

Hlaðvarpið - Framboðsfundur

12.maí'22 | 07:00

Að þessu sinni er þátturinn með öðruvísi sniði. Því nú verður spiluð upptaka af opnum framboðsfundi sem haldin var í gærkvöldi 11. maí.

Hlaðvarpið - Hljómsveitin Merkúr

8.maí'22 | 09:45

Í fimmtugasta og fimmta þætti er rætt við peyjana í  hljómsveitinni Merkúr. 

Viðtöl við frambjóðendur

1.maí'22 | 07:20

Alma Eðvaldsdóttir ákvað að forvitnast aðeins um bæjarpólitíkina í Eyjum í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí nk.