Lóa: Opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Lóu.

Lóa eru nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina sem hafa það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.

Í ár er sérstök áhersla lögð á stuðning við verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og hafa t.d. fengið stuðning úr uppbyggingarsjóðum eða öðrum sambærilegum sjóðum. Þá verður m.a. litið til þess að verkefnin hafi það að markmiði að efla stuðningsumhverfi nýsköpunar og hvort þau feli í sér nýsköpun sem stuðlar að sjálfbærni, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum og matvælaframleiðslu.

Styrkjum er úthlutað til eins árs í senn og getur hvert verkefni fengið styrk sem nemur allt að 20% af heildarúthlutun hvers árs en heildarfjárhæð Lóu árið 2023 er 100 m.kr., líkt og árið áður. Mótframlag umsækjanda þarf að vera að lágmarki 30%.

Umsóknarfrestur er til og með 27. mars 2023. Áætlað er að úthlutun fari fram í byrjun maí, segir í tilkynningu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins.

Nýjustu fréttir

Vinsælast

Vinsælast