Höfundur: Jón Óskar Þórhallsson.

Höfundur er brottfluttur Eyjamaður búsettur í Grafarvogi í Reykjavík.  Í sambúð með Ernu Karen Stefánsdóttur og eigum við fjóra syni.  Er sonur Þórhalls Guðjónssonar frá Reykjum og Svölu Ingólfsdóttur (d. 11.01.1992).  Áhugamálin eru fjölskyldan, knattspyrna, tónlist, ferðalög, stangveiði og málefni líðandi stundar.  Heimahagarnir, Vestmannaeyjar, eru honum gjarnan hugleiknir og hefur það m.a. leitt til stofnunar Kiwanisklúbbsins Eldfells í Reykjavík auk þess sem hann hefur gjarnan liðsinnt ÍBV með ýmsum hætti á fastalandinu.

Jón Óskar Þórhallsson skrifar:

Verð ég á hóteli í ellinni?

24.september'14 | 11:17

Umræðan um að þjóðin okkar sé að verða eldri hefur skotið upp annað slagið undanfarin ár.  Sannarlega þörf umræða og góð.  Snýst umræðan gjarnan um það hvað eigi að gera við allt gamla fólkið, hvar það eigi að búa vegna núverandi húsnæðisvanda og á hverju það á að lifa.  Er þá vísað til þess vanda sem lífeyriskerfi landsmanna býr við, enda nú þegar fyrirhugað að hækka aldurstakmörk lífeyristöku.  Ætla ég ekki að fara djúpt í þá sálma hér, en gæti eytt í það allnokkrum línum á góðum degi.

Jón Óskar Þórhallsson skrifar:

Fumlaus viðbrögð ÍBV

13.Ágúst'14 | 13:32

Í dag úrskurðaði aga og úrskurðarnefnd KSÍ að ÍBV skuli greiða 150.000 krónur í sekt vegna kynþáttaníðs stuðningsmanns félagsins í garð leikmanns KR.  Verður undirritaður að segja eins og er að á dauða mínum átti ég fremur von fyrir þetta tímabil en að félagið okkar fái á sig sekt vegna slíks háttalags, enda hefur slíku fremur verið beint gegn leikmönnum okkar liðs í gegnum tíðina.

Jón Óskar Þórhallsson skrifar:

Uppselt á þjóðhátíð 2015 ?

7.Ágúst'14 | 13:01

Þjóðhátíð Vestmannaeyja lauk aðfararnótt s.l. mánudags og flestir sem hana sóttu að skríða saman ef þeir eru ekki löngu búnir að því.