Höfundur: Hrefna Óskarsdóttir.

Fædd á því gæðaári 1975. Iðjuþjálfi, dáleiðslutæknir og nemi í geðheilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri þessa dagana. Með óendanlegan áhuga á mannlegu eðli, sérstaklega því sem eykur vellíðan, hamingju og lífsgleði og því sem dregur úr hausarusli og tilfinningadrasli. Finnst fátt betra en að lesa, skrifa, hlusta á góða tónlist og eiga góða stund með fjölskyldu og vinum (en ekki endilega í þessari röð).

Vangaveltur mínar og pælingar sem birtast í pistlum mínum eru skrifaðar frá hjartanu og endurspegla á engan hátt mat annarra í samfélaginu, hvar í þrepinu sem þeir standa. Fjölbreytileikinn er styrkur hvers samfélags og að honum ber að hlúa. Megi pistlar mínir veita ykkur gleði, ánægju og gera líf ykkar vonandi aðeins ríkara. Ást, friður og taumlaus gleði á ykkur  - þið eruð yndisleg.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Ósambúðarhæfa kynslóðin

6.apríl'20 | 16:21

Því hefur verið fleygt fram í gamni – þó glöggt megi skynja beiskan og grámyglaðan undirtón – að tíðni skilnaða muni ná hámarki eftir Covid-19 ævintýri heimilanna. Ég er ein af þessum „heppnu“ sem þarf ekki að spá í þessu.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Bjánagangur í samskiptum

7.desember'19 | 01:31

Ég hef oft verið óttalegur bjáni í samskiptum sem hefur kostað mig gleði, vellíðan og þá nánd sem mig hefur alla tíð dreymt um. Og ef samskiptafærni mín á þeim tíma hefði verið metin til einkunnar þá hefði ég sennilega fengið falleinkunn.

Hrefna Óskarsdóttir skrifar:

Frelsið maður, frelsið!

28.júlí'19 | 14:54

Erfiðasta tilfinning sem ég hef nokkurn tíma upplifað er einmanaleikinn. Að vera umvafin fólki en treysta einhvernvegin engum nægilega mikið til að sjá hvernig ég raunverulega er. Þú veist, bakvið samfélagslegu samþykktu grímuna. Því ekki vil ég að neinn sjái hvernig ég er sífellt að tapa í fullkomnunarkeppni samfélagsins.