Höfundur: Fríða Hrönn Halldórsdóttir.

Fríða Hrönn Halldórsdóttir er fædd 1980, dóttir Halldórs löggu (Svenna og Mæju) og Guðbjargar í bankanum (Diddi Mar og Fríða í Bólstaðarhlíð) Fríða er m.a. eyjapæja, móðir, dóttir, systir, barnabarn, frænka, vinkona, fyrrverandi sambýliskona, barnsmóðir, starfandi einstaklingsráðgjafi, ráðgjafi í starfsendurhæfingu,  meðferðaraðili í hugrænni atferlismeðferð, crossfittari, jógaiðkandi, vatnsberi, kennari og  nemandi en umfram allt er hún manneskja með öllu tilheyrandi.

Fríða Hrönn Halldórsdóttir skrifar:

Nýtt líf- símalíf- facebooklíf

28.maí'15 | 08:46

Ég hef fengið öðruvísi verkefni í lífinu seinustu mánuði. Misjafnlega skemmtileg... flest þeirra hafa kallað á nýja forgangsröðun og öðruvísi verkefni. Á einum tímapunkti þá hafði ég þurft að nota heilbrigðiskerfið okkar óvenju mikið sem kallaði á það að peningarnir mínir streymdu fyrr út en stóð til. Allt til þess að vinna að því að verða hraustari og heilbrigðari og vinna að því að ná í heilsuna mína.

Fríða Hrönn skrifar:

Kona - dama - skvísa - PRUMP!

22.febrúar'15 | 09:46

„Þarna situr hún, gullfalleg. Hún prumar aldrei, kúkar ekki heldur og þarf því aldrei að skeina sér. Hún ropar ekki, fer ekki á blæðingar en er samt frjó og veit fátt skemmtilegra en að elskast. Hún er ekki með hár undir höndunum, er með lítið af skaphárum, það vaxa ekki hár á fótleggjunum á henni. Hún er með stinna, flotta og slétta húð, brjóst í stærri lagi, flottann rass en líkama í grennri kantinum. Síða hárið hennar er glansandi fallegt og náttúrulegt að lit.  Hún notar ekki ljót orð, er alltaf kurteis, hallmælir engu, brosir sínu blíðasta, er góð við allt og alla og tekur þarfir annarra fram yfir sínar eigin“.

Fríða Hrönn skrifar:

Taktu sjálfa/n þig ekki svona alvarlega!

15.janúar'15 | 15:30

Það er nú ekki að ástæðulausu sem ég hætti að drekka, og það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því að það væri of þægileg lausn á öllu í mínu lífi að fá mér í glas og skála fyrir lífinu. Ég fann fyrir auknu sjálfstrausti og meiri gleði en hversdagslega  og ég naut þess að vera undir áhrifum. Þetta var heldur þægileg og auðveld leið til að tækla hversdagslegan veruleika og dagarnir þar sem ég fékk mér ekki í glas voru asskoti erfiðir eftir að hafa áttað mig á þeim veruleika sem var í boði þegar bjórinn var opnaður eða tappinn tekinn úr flöskunni.