Höfundur: Ævar Austfjörð

Ég er fæddur á Húsavík 1968. Ég bjó á Húsavík til 19 ára aldurs þegar ég flutti til Reykjavíkur. Upphaflega ætlaði ég að læra til þjóns og síðan til kokks en lífið æxlaðist þannig að ég flutti norður til Akureyrar og lærði kjötiðn hjá Kjötiðnaðarstöð KEA, nú Norðlenska. Ég tók sveinspróf frá VMA 1994.

Ég vann við kjötvinnslu allt til 2001 þegar ég réði mig sem kokk á hotel Húsavík. Síðan hef ég að mestu starfað við matreiðslu. Ég lærði Matartækni í fjarnámi við VMA og útskrifaðist 2016. Matartækninám er ígildi sveinsprófs. Ég var yfir Bryti hjá HSU í Vestmannaeyjum frá 2013-2019 eða þar til ég flutti frá Vestmannaeyjum á Selfoss í ágúst 2019. Þá hóf ég störf sem yfirmatráður Flúðaskóla og starfa þar.

Ég er giftur Ásu Sif Tryggadóttur, á tvær dætur, tvö barnabörn, tvö stjúpbörn og svo eigum við tvo hunda.

Eftir Ævar Austfjörð

Fjölbreytt fæði?

9.september'20 | 07:40

Næringarfræðingar eru gjarnir á að tala um mikilvægi þess að borða fjölbreytt fæði. Landlæknisembættið telur líka mikilvægt að borða fjölbreytt fæði.

Ævar Austjörð skrifar:

Hvað skal snæða?

3.september'20 | 10:13

Mataræði er sívinsælt umræðuefni. Mjög misjafnar skoðanir eru á meðal fólks um hvað sé hollt og hvað ekki. Margir halda því fram að allt sé gott í hófi eins og ráðleggingar Landlæknisembættis segja til um. 

Ævar Austfjörð skrifar:

Kjöt janúar

5.janúar'20 | 18:57

Nú í janúar 2020 er World Carnivore Month eða „kjöt-janúar“ haldinn í þriðja skipti. Hugmyndina á  Shawn Baker sem er Bandarískur bæklunarskurðlæknir Sem sjálfur hefur eingöngu borðað kjöt í rúm þrjú ár.