Ókeypis blóðsykursmæling í Apótekaranum

23.Nóvember'22 | 06:32
blodsykurmaeling_ads

Ljósmynd/aðsend

Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á HSU í Vestmannaeyjum og Apótekarann við Vesturveg bjóða bæjarbúum upp á ókeypis blóðsykursmælingu í Apótekaranum á morgun, fimmtudaginn 24. nóvember milli kl. 13.00 og 16.00.

Í tilkynningu frá Lionsklúbbi Vestmannaeyja segir að sá sjúkdómur sem sé í hvað mestri sókn á Vesturlöndum þessi árin sé áunnin sykursýki af gerð 2. Aukin þyngd manna og auknar kyrrsetur bjóða heim  þessum vágesti. Talið er að hundruð manna á Íslandi gangi með sykursýki, án þess að vita það. Þessi sjúkdómur leggur fólk að velli hljóðlega og er án einkenna lengi framan af en getur valdið blindu og eyðilagt blóðrásina í fótum ef hann greinist ekki fljótt. Greiningin er einföld og smá blóðdropi getur bent til að ástæða sé til að leita læknis. 

Við hvetjum sem flesta að mæta í Apótekarann  á milli kl. 13.00 og 16.00 fimmtudaginn 24. nóvember nk.

Við bendum á athyglisverða grein á lions.is um sykursýki sem Rafn Benediktsson prófessor og Lionsfélagi skrifar og þar kemur fram að fjöldi sem greinist á ákveðnu tímabili og aldri miðað við höfðatölu er svipað fyrir tvítugt og um sjötíu ára aldur.  Hér hafa einnig orðið gríðalegar framfarir í meðhöndlun. Þetta eru bæði tæknilegar framfarir og framfarir hvað varðar hvernig best er að þjónusta einstaklingana svo ná megi árangri.

Mætum sem flest, segir í tilkynningu frá Lionsklúbbi Vestmannaeyja.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).