Deiliskipulag miðbæjar: Breytingartillaga samþykkt

4.Október'22 | 15:48
deiliskipulag_midbaer_tolvug_staerri_10_2022

Skýringarmynd: Möguleg ásýnd svæðis skv. tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Deiliskipulag miðbæjar var til umfjöllunar á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í gær.

Þar var lögð fram - að lokinni auglýsingu - tillaga að breyttu deiliskipulagi miðbæjar. Reit sem afmarkast af Miðstræti, Bárustíg, Vestmannabraut og Kirkjuvegi. Fram kemur í fundargerðinni að tillagan hafi verið auglýst samkvæmt skipulagslögum þann 21. desember 2020 með athugasemdafresti til 31. janúar 2022.

Tvær athugasemdir bárust. Frá Ívari Atlasyni, HS-Veitur hf. og frá Bryndísi Guðmundsdóttur, Vestmannabraut 28.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið samþykki breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa var falið að svara athugasemdum í samræmi við greinargerð skipulagsfulltrúa. Var málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Þessu tengt: Ekki full eining um breytt deiliskipulag miðbæjar

Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að þau gleðjist yfir því að komið sé skipulag á þessu mikilvæga svæði en ítreka fyrri bókanir þeirra í málinu.

Nánar má kynna sé deiliskipulag miðbæjar hér

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).