Loksins, loksins, Lundaball...

2.Október'22 | 10:52
DSC_0465

Það var þétt setin Höllin í gær. Ljósmyndir/Óskar Pétur Friðriksson

Það var kátt í Höllinni í gær þegar vel á fjórða hundrað manns skemmtu sér saman á langþráðu Lundaballi. 

Ekki hafði tekist að halda Lundaball vegna heimsfaraldurs síðan 2019 og lofuðu Brandarar sem héldu ballið í ár frábærri skemmtun enda höfðu þeir fengið nægan tíma til undirbúnings og gerð skemmtiatriða undanfarin ár.

Veislustjórar voru Gunnar Friðfinnsson og Þorbjörn Víglundsson. Boðið var upp á stórglæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Einsa Kalda, og rúsínan í pysluendanum var svo sjávaréttarsúpan á miðnætti. Að vanda var boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og að venju endaði kvöldið með heljarinnar dansleik þar sem hljómsveitin Kókos lék fyrir dansi.

Óskar Pétur Friðriksson var í Höllinni og smellti meðfylgjandi myndum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).