Farið yfir áhyggjuefni hagsmunaaðila

1.Október'22 | 09:54
höfn_alsey_foss

Núverandi gámasvæði og svæði fyrir geymslu á farmi, lengd viðlegubakka og bryggjudýpi, dýpt innsiglingar, og vídd snúningsrými hafnarinnar er aðal áhyggjuefni flestra hagsmunaaðila sem rætt var við. Ljósmynd/TMS

Verkfræðistofan Efla, sem fengin var til greiningar á þörf samfélagsins á stórskipakanti hefur nú skilað fyrstu niðurstöðum á vinnu sinni fyrir Vestmannaeyjahöfn.

Fram kemur í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs sem hefur málið á sinni könnu að Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar hafi farið yfir niðurstöðurnar á fundi ráðsins.

Sjá einnig: Efla annast greiningu á þörf samfélagsins á stórskipakanti

Þær sýna að núverandi gámasvæði og svæði fyrir geymslu á farmi, lengd viðlegubakka og bryggjudýpi, dýpt innsiglingar, og vídd snúningsrými hafnarinnar er aðal áhyggjuefni flestra hagsmunaaðila sem rætt var við.

Í afgreiðslu ráðsins er kynningin þökkuð og telur ráðið vinnuna hjá Eflu fara vel af stað.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).