Umferðarljós eða hraðahindrun til að bæta umferðaröryggi

29.September'22 | 13:40
gatnamot_kirkjuvegur_heidarvegur

Gatnamót Heiðarvegs og Kirkjuvegs eru með fjölförnustu gatnamótum í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Við sögðum frá því í síðustu viku að gera ætti ýmsar úrbætur í umferðarmálum á næstunni hér í Vestmannaeyjum.

Fram kom í samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs að haft verði samband við Vegagerðina vegna gatnamóta við Kirkjuveg og Heiðarveg og að þar verði sett upp hraðahindrun sem allra fyrst.

Sjá einnig: Úrbætur í umferðarmálum

Gatnamótin með þeim fjölförnustu og þar verða flest umferðarslysin

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja kom eftirfarandi fram undir liðnum "Umferðarljós á gatnamótum Heiðarvegs og Kirkjuvegs" sem lá fyrir til umræðu:

„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna framlagðri tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ráðinu og taka undir hana, enda mikilvægt að bæta umferðaröryggi við ein hættulegustu gatnamót sveitarfélagsins.”

Er þarna vísað til tillögu sem lögð var fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í júlí sl. þar sem fulltrúar D-lista lögðu fram tillögu að umferðarljósum við gatnamót Heiðarvegs og Kirkjuvegs í þeim tilgangi að bæta umferðaröryggi. Gatnamótin eru með þeim fjölförnustu í Vestmannaeyjum og þar verða flest umferðarslysin.

Allar framkvæmdir á gatnamótunum þurfa að vera í samráði við Vegagerðina

Málinu var vísað til umferðarhóps og niðurstaðan var að setja hraðahindrun þar sem hún var áður en einnig að haft verði samband við Vegagerðina vegna gatnamótanna. Vegurinn er skilgreindur sem þjóðvegur í þéttbýli þannig að allar framkvæmdir á gatnamótunum þurfa að vera í samráði við Vegagerðina.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net hvað varði - hvort búið sé að ákveða hvað skuli gera á umræddum gatnamótunum - að hann geti í raun og veru ekki svarað til um hvað verði gert, þar sem málið sé til skoðunar hjá Vegagerðinni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).