Sumarvinnu Vestmannaeyjabæjar lokið

28.September'22 | 14:20
elló_blóm_2021

Hóparnir sinntu ýmsum umhverfisstörfum víða um bæinn. Ljósmynd/TMS

Í sumar voru tveir umhverfis hópar starfandi hjá Vestmannaeyjabæ og voru um 40 einstaklingar 17 ára og eldri í sumarstörfum. 

Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að starfræktir hafi verið tveir hópar sem störfuðu undir stjórn Breka Ómarssonar og Ásgeirs H. Hjaltalíns. Með hópunum starfaði Eríkur Ómar Sæland, garðyrkjufræðingur sem veitti góða ráðgjöf og stuðning. Eiríkur hefur aðstoðað Vestmannaeyjabæ síðustu ár og hefur hann komið inn með góða þekkingu sem nýst hefur hópunum vel. 

Í sumar var einnig starfræktur Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar en þar hafa ungmenni frá 8. - 10. bekk tækifæri til þess að sækja um starf við umhverfisstörf. Um 60 ungmenni voru starfandi hjá bænum í sumar og gekk vinnan þeirra vel. 

Hér er hægt að skoða nokkrar myndir sem fengnar voru að láni frá Eiríki um hluta af því starfi sem unnið var í sumar. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).