Plön um flugsamgöngur liggi fyrir sem fyrst

28.September'22 | 10:26
IMG_4850

Langt er síðan boðið var upp á áætlunarflug á milli lands og Eyja. Ljósmynd/TMS

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði í gær um niðurstöðu fundar ráðsins með innviðaráðherra og upplýsingar frá Vegagerðinni um ríkisstyrkt flug. 

Eins og fram hefur komið áttu bæjarráð, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, fund með innviðaráðherra og fulltrúum ráðuneytisins um flugsamgöngur milli lands og Eyja, þar sem fram kom að ekki verði að ríkisstyrktu flugi til Vestmannaeyja í vetur en unnið verði áfram að lausnum til að tryggja lágmarksflugsamgöngur við Vestmannaeyjar.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að mikilvægt sé að bæjaryfirvöld fái upplýsingar frá innviðaráðuneytinu um útfærslu á flugi til og frá Vestmannaeyjum nú í vetur. Eins og fram kom í máli ráðherra á fundi bæjarráðs, bæjarstjóra o.fl. með innviðaráðherra 12. september sl. væri vilji til að tryggja lágmarksflug í vetur með svipuðum hætti og undanfarna vetur. Nú er farið að líða á haustið og fyrsta ferðin til Þorlákshafnar staðreynd. Herjólfur er á leið í slipp í október og nauðsynlegt að plön um flugsamgöngur liggi fyrir sem fyrst.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).