Lokahóf hjá 3. flokkum ÍBV

28.September'22 | 15:55
ibv_3_fl_2022_lokahof_ibvsp

Ljósmynd/ibvsport.is

Í gærkvöldi fór fram lokahóf 3. flokks karla og kvenna hjá ÍBV í fótbolta - en síðustu leikirnir voru leiknir um helgina.

Fram kemur á vefsíðu ÍBV að flokkarnir hafi tekið þátt í Íslandsmóti og bikarkeppni. Auk þess var farið til Svíþjóðar í júlí og leikið í Gothia Cup. KSÍ gerði breytingar á Íslandsmótinu í 3. flokki fyrir tímabilið og lengdist það í báða enda, en mótið hófst um miðjan mars og lauk nú í lok september.

Mótinu var skipt upp í 3 lotur, þar sem liðin gátu unnið sig upp um riðil, fallið niður um riðil eða staðið í stað. Bæði lið hófu mótið í C-riðli. Strákarnir féllu niður í D-riðil eftir lotu 2 en unnu sig aftur upp í þriðju og síðustu lotunni, en stelpurnar unnu sig upp í B-riðil í lotu 2 og munaði litlu að þær hefðu tryggt sér sæti í A-riðli fyrir næsta tímabil í þriðju og síðustu lotunni. 

ÍBV þakkar iðkendum fyrir skemmtilegt fótboltasumar, segir í umfjölluninni.

Þau sem fengu viðurkenningar:

3. flokkur kvenna

  • Besti leikmaðurinn: Birna María Unnarsdóttir
  • Framfarir: Embla Harðardóttir
  • ÍBV-ari: Rakel Perla Gústafsdóttir og Birna Dís Sigurðardóttir

3. flokkur karla

  • Besti leikmaðurinn: Birkir Björnsson
  • Framfarir: Þórður Örn Gunnarsson
  • ÍBV-ari: Kristján Logi Jónsson

Tags

ÍBV

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).