Rokktónleikar á Háaloftinu í kvöld

22.September'22 | 13:55
rokk_tonleikar_Photo by Brynjar Gunnarsson

Það verður vafalaust góð stemning á Háloftinu í kvöld. Ljósmynd/Brynjar Gunnarsson

Í kvöld verða haldnir rokktónleikar á Háaloftinu. Nemar í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum í samstarfi við hljómsveitirnar Merkúr og Hrossasauði bjóða Eyjamönnum upp á sannkallaða rokkveislu. 

Húsið opnar kl.19:30 og munu sigurvegarar söngvakeppni barna á Þjóðhátíð hita upp stuttu eftir það.

Stefán Friðriksson verður kynnir kvöldsins, Stebbi er trommarinn í hljómsveitunum Devine Defilement, Epidermal Veil og Necksplitter. Einnig er hann bókari og einn af skipuleggjendum Reykjavík Deathfest og því eru fáir á Íslandi sem búa yfir jafn mikilli þekkingu og ást á þungarokkinu. Stefán kemur alla leið frá meginlandinu til þess að fá að kynnast tónlistarsennunni hérna í Eyjum.

Arnar Júlíusson, skipuleggjandi tónleikanna segir í samtali við Eyjar.net að Vestmannaeyjar hafi verið tónlistarperla Íslands í áratugi en svo gerðist bara ekkert í um það bil 15 ár eftir að Fiskiðjan brann. „Því er svo gaman að fylgjast með þeim mörgu hljómsveitum sem eru að hefja störf hérna og vildi ég því ýta betur undir það með því að halda einskonar "kynningartónleika" á rokktónlist fyrir ungmenni á eyjunni. Vonandi sjáum við sprengingu á tónlistarsenunni hérna í Eyjum. Þetta er allavegana skref í rétta átt.” segir hann og mælir með því að sem flestir mæti og styðji við bakið á unga tónlistarfólkinu okkar!
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).