Úrbætur í umferðarmálum

20.September'22 | 15:00
Arekstur_060315

Haft verður samband við Vegagerðina vegna gatnamóta Kirkjuvegs og Heiðarvegs. Nálægt gatnamótunum á að setja upp hraðahindrun sem allra fyrst. Ljósmynd/aðsend

Dagný Hauksdóttir, skipulagsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar lagði fyrir umhverfis- og skipulagsráð umsagnir umferðarhóps sem fundaði fyrr í mánuðinum.

Umferðarhópurinn fjallaði um eftirfarandi erindi:

- umferðarhraða og öryggi við Hilmisgötu,
- ljós og umferðaröryggi á gatnamótum Kirkjuvegs og Heiðarvegs,
- hraðakstur og staðsetningu umferðarþrenginga við Heimagötu,
- bílastæði við Strandveg 71,
- útkeyrslu af bílastæði við Strandveg 63,
- bílastæði við útsýnisball á vestur á Hamri - þar sem er nauðlending fyrir þyrlur,
- umferðaröryggi og aðgerðir vegs í Stórhöfða,
- umferðarforgang við veg í Sprönguna,
- hámarkshraða og umferðarmerkingar á Eldfellsveg.

Þessu tengt: Vegagerðin skoðaði aðstæður í Stórhöfða

Ráðið samþykkti eftirfarandi:

- að fá umferðarsérfræðing til að hanna þrengingar og leiðir fyrir gangandi og keyrandi vegfarendur á Hilmisgötu,
- að haft verði samband við Vegagerðina vegna gatnamóta við Kirkjuveg og Heiðarveg og að þar verði sett upp hraðahindrun sem allra fyrst,
- að endurskoða staðsetningu þrenginga við Heimagötu og gera umferðarmælingu,
- að leyfa stöðvun bifreiða við Strandveg 71,
- að bera undir sérfræðing lausnir fyrir útkeyrslur þar sem er takmörkuð vegsýn,
- að setja upp merkingar um tímabundna stöðvun við bílastæði út á Hamri,
- að hafa samand við Vegagerðina vegna vegs í Stórhöfða,
- að setja upp biðskildu við veg sem liggur í Sprönguna og
- að takmarka hámarkshraða á Eldfells veg við 60 km/klst og setja upp viðeigandi merkingar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).