Nálægt tvö þúsund pysjur skráðar

20.September'22 | 07:30
lundapysja_naer

Ræst hefur úr pysjutíðinni undanfarnar vikur. Ljósmynd/TMS

Tæplega tvö þúsund lundapysjur hafa nú verið skráðar í gagnagrunn Pysjueftirlitsins. 

Nánar tiltekið hafa verið skráðar 1912 pysja þegar þessi frétt er skrifuð. Á facebook síðu eftirlitsins segir í færslu að nú þegar líði að lokum pysjutímans þá fjölgar litlum og dúnuðum pysjum. Þetta sjáum við gerast á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í ár er óvenju lág, eru þessar litlu pysjur óvenju margar núna og sumar mjög léttar.

Pysjan sem sjá má hér að neðan, fannst þann 11. september á Friðarhöfn, var aðeins 140 grömm og nánast aldúnuð. Hún hefur verið mjög dugleg að éta og má nánast sjá hana stækka.

Sea Life Trust tekur á móti þessum litlu pysjum þar sem vel er hugsað um þær. Þegar pysjurnar eru lausar við dúninn og orðnar nógu þungar fara þær í sundpróf. Þar er gengið úr skugga um að þær séu vatnsheldar. Þá er fyrst hægt að sleppa þeim til sjávar.

Það er mikil hætta á því að pysjur sem eru í haldi í einhverja daga missi fituna úr fiðrinu og geti því ekki haldið vatni nægilega vel frá líkamanum. Þegar svo er komið eiga þær ekki miklar líkur á að lifa þegar út á haf er komið. Það er því afskaplega mikilvægt að halda pysjum ekki að ástæðulausu, segir í færslu á síðu Pysjueftirlitsins.

Við minnum áfram á mikilvægi þess að skrá pysjurnar. Það er gert með einföldum hætti á vefsíðunni lundi.is.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).