Lundinn enn að bera síli

16.September'22 | 10:55
lundar_sili_ruth

Lundinn er enn að bera síli til pysjunnar. Ljósmynd/Ruth Barbara Zohlen

„Svo virðist sem hápunkturinn í fjölda pysja hafi verið um síðustu helgi. Við höfum þó fregnað að enn séu lundar að bera síli og má því enn eiga von á pysjum.”

Svona hefst færsla á facebook-síðu Pysjueftirlitsins í dag. Þar segir enn fremur að margir skrái pysjurnar sínar ekki alveg strax og því er líklegt að fjöldinn síðustu daga eigi eftir að fara aðeins upp á við.

Nú hafa verið skráðar 1663 pysjur inní grunn Pysjueftirlitsins. Af þeim hafa verið vigtaðar 705 og er meðalþyngd þeirra 241 gr.

Rodrigo A. Martínez Catalan hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur tekið saman tölurnar yfir pysjufjöldann, en hann hefur séð um merkingar á pysjum ásamt öðru starfsfólki stofunnar. Hafa þau nú náð að merkja um 18% lundapysjanna í ár.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).