Matey - sjávarréttahátíðin:

Bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni

- samhliða því að boðið verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni

17.Ágúst'22 | 07:40
matey_mynd_22

Vestmannaeyjar eru alltaf góð hugmynd.

Vestmannaeyjar eru komnar á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni Matey sem haldin verður 8., 9. og 10. september nk.

Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.  

Samhliða því að boðið verður upp á frábæran mat úr staðbundnu hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins þá verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.  

Tilnefnd til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021

Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundu hráefni. Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.

Gestakokkar frá Norðurlöndunum

Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki Norðurlandanna. Í boði verða fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Leo Seafood, Grími kokki, Marhólmum, Aldingróðri og Iðunni Seafood.

Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum á Norðurlöndunum sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar. Á Tanganum, Kránni, Canton verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á nýjan bjór í tilefni hátíðarinnar.  

Nú er enn ein frábær ástæða til þess að fara á veitingastaðina í Eyjum og njóta einstakrar matarupplifunar, því Vestmannaeyjar eru alltaf góð hugmynd.

Tags

Matey

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).