Vinna hafin við framtíðarsýn í öldrunarþjónustu

16.Ágúst'22 | 13:37
eldri_borgara_felag_ve_leb.is

Frá starfi eldri borgarafélagsins í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/leb.is

Starfshópur um framtíðarsýn í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum hefur hafið vinnu við framtíðarstefnu fyrir öldrunarþjónustuna. 

Samstarf hefur verið við hagsmunaaðila, en það er á döfinni að heyra í fleiri hagsmunaaðilum, segir í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar.

Þar segir jafnframt að ákveðið hafi verið að halda framtíðarþing um farsæl efri ár í Vestmannaeyjum í Eldheimum í byrjun september og verður það auglýst nánar síðar. Þar gefst fólki á öllum aldri kostur á að koma fram með skoðanir sínar og ræða um öldrunarþjónustu út frá hinum ýmsu hliðum.

Mikilvægt er að sem flestir mæti til að fá fram ólík sjónarmið. Niðurstöður þingsins verða notaðar sem innlegg í stefnumótunarvinnu um framtíðarstefnu öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).