Ríkið hafnar fjárstuðningi við nýja vatnsleiðslu til Eyja

16.Ágúst'22 | 18:48
Vatnsleidsla_Bakka

Miklar vonir voru bundnar við að stjórnvöld myndu veita Vestmannaeyjabæ fjárstuðning ríkisins við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, vegna sérstöðu þeirra. Af því verður ekki.

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag var tekið fyrir bréf innviðaráðuneytisins til Vestmannaeyjabæjar með niðurstöðu viðræðna milli Vestmannaeyjabæjar og innviðaráðuneytisins. 

Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að ekki verði orðið við erindinu um stuðning. Viðræður milli aðila hafa staðið yfir í meira en ár og meðan á þeim stóð voru bundnar miklar vonir við að stjórnvöld myndu veita Vestmannaeyjabæ fjárstuðning ríkisins við lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja, vegna sérstöðu þeirra.

Fram kemur í svari ráðuneytisins að styrkveiting af þessu tagi gæfi ákveðið fordæmi og hefðu e.t.v. fleiri sveitarfélög áhuga á að sækjast eftir styrk vegna lagningar vatnsleiðslu í kjölfarið.

Mikil vonbrigði með niðurstöðu ráðherra

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð hafi nú þegar óskað eftir fundi vegna bréfsins og lýsir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins, annað hljóð hafi verið á þeim fjölmörgu fundum sem haldnir voru. Það kom því bæjaryfirvöldum verulega á óvart að ósk Vestmannaeyjabæjar um slíkan stuðning hafi verið hafnað.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins vegna málsins. Mikilvægt er að hefja undirbúning á lagningu leiðslunnar sem fyrst og fól bæjarráð bæjarstjóra einnig að óska eftir fundi bæjarráðs með forsvarsmönnum HS veitna vegna málsins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).