Gul viðvörun: Suðaustan hvassviðri eða stormur og rigning

16.Ágúst'22 | 10:25
gul_vidvo_160822

Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Suðurlandi og Faxaflóa. 

Viðvörunin fyrir Suðurland gildir frá klukkan kl. 06:00 í fyrramálið til kl. 12:00 á hádegi á morgun, miðvikudag.

Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/s og rigning. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Ekkert útivistarveður verður á meðan veðrið gengur yfir.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Austlæg átt 5-13 m/s og rigning sunnan- og austanlands, en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti 9 til 16 stig, svalast á Austfjörðum.

Á föstudag:
Norðan 3-10 m/s og skúrir, en allhvass vindur og rigning norðvestantil. Hiti 5 til 13 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á laugardag:
Stíf norðanátt á vesturhelmingi landsins, en mun hægari austantil. Rigning og svalt í veðri fyrir norðan, en bjart sunnan heiða og hiti að 15 stigum syðst.

Á sunnudag:
Áframhaldandi norðlæg átt með skúrum, en bjart að mestu syðra. Hiti breytist lítið.

Nánar um veðrið.

Ölduspáin fyrir Landeyjahöfn. Hægt er að smella á mynd til að fara á ölduspánna. Skjáskot/Vegagerðin.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).