Fyrsta lundapysjan fundin í Eyjum

16.Ágúst'22 | 09:00
299800263_558547982633093_6180477179578149140_n

Mynd/Pysjueftirlitið

Fyrsta lundapysjan fannst í Eyjum í nótt. 

Að sögn Margrétar Lilju Magnúsdóttur, sem hefur umsjón með Pysjueftirlitinu fannst pysjan við kertaverksmiðjuna. Margrét biður þá sem að finna pysjur að skrá þær inn á lundi.is svo hægt sé að fylgjast áfram vel með fjöldanum sem kemur í bæinn.

Það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fann pysjuna og lét eftirlitið vita. Á myndinni er Jóna Hjördís með pysjunni.

Myndband um pysjubjörgun

Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga.

Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og efnilegt björgunarfólk að kynna sér málin.

Þeir sem koma til Eyja að taka þátt í pysjubjörgun í fyrsta sinn þurfa oft á tíðum að fá leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að og þá ætti myndbandið að koma að góðum notum.

Vonumst við til að myndbandið verði bæði til gagns og gamans. Vestmannaeyjabær veitti styrk til verkefnisins úr “Viltu hafa áhrif” og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir, segir í tilkynningu á facebook-síðu Pysjueftirlitsins.

Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku. og er efsta myndbandið hér að neðan á íslensku. 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).