Fjörugt í kringum farþegaskipin

16.Ágúst'22 | 15:50
20220815_123112-001

Skipið í Klettsvík í gær. Ljósmyndir/TMS

Líflegt hefur verið bæði í gær og í dag við höfnina, enda þrjú skemmtiferðaskip haft viðkomu í Eyjum þessa daga.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri hjá Vestmannaeyjahöfn segir í samtali við Eyjar.net að samanlagt séu þetta rétt tæplega 600 farþegar. 

Einungis eitt af þessum þremur skipum lagðist að bryggju. Aðspurð um hvort hin tvö séu of stór til að komast inn segir Dóra Björk að skipið sem liggur hér fyrir utan í dag komist inn í höfnina við góðar aðstæður en skipstjórinn hafi ákveðið að þessu sinni að liggja við ankeri fyrir utan Eiðið.

Hvað varðar skipið sem var í gær inn í Klettsvík, segir hún að það skip muni komast inn við bestu aðstæður þegar búið verður að stytta Hörgaeyrargarðinn.

Sjá einnig: Samþykkt að stytta garðinn um allt að 90 metra

„Þetta skip er með góða stjórnhæfni þrátt fyrir að vera í lengri kantinum. Stærðin er ekki bara faktor þegar kemur að því að ákveða hvaða skip kemst inn og hvað ekki því veður er mjög stór þáttur sem og stórnhæfni skipsins.”

Hvað varðar framhaldið í skemmtiferðaskipum sumarsins segir Dóra Björk að enn eigi eftir að koma tæplega 20 skip til Eyja ef veðrið verður okkur hliðhollt.

Fleiri myndir af skipunum má sjá hér að neðan.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).