Sögulegur júlímánuður hjá Herjólfi

9.Ágúst'22 | 08:00
thjodh_bryggja

Þjóðhátíðarvikan var stór hjá Herjólfi. Ljósmynd/TMS

Í fyrsta skipti í sögu farþegaflutninga milli lands og Eyja flutti Herjólfur yfir 80 þúsund farþega í einum mánuði.

Að sögn Harðar Orra Grettissonar, framkvæmdastjóra Herjólfs var júlí í ár stærsti júlí mánuður hingað til en þá flutti ferjan 83.734 farþega. 

Fjórir metmánuðir í röð

Met farþegaflutingar hafa því verið í apríl, maí, júní og júlí á þessu ári. Hörður segir að þjóðhátíðarvikan hafi verið stór eins og hún er vanalega. „En þó fóru flestir gestir hennar heim í ágúst og þær tölur því ekki inni í farþegatölum fyrir júlí. Ágúst mánuður byrjar því af krafti og standa vonir okkar til þess að það verði áfram góðir flutingar.”

Góð upplifun gesta og stíf markaðssetning að skila sér

„Í samanburði er áhugavert að skoða tölur frá ISAVIA um farþegatölur um Keflavíkurflugvöll, þar má sjá að það komu 1% fleiri farþegar til landsins í júlí árið 2022 en komu í júlí árið 2019 eða fyrir Covid. Hjá Herjólfi er 16% aukning farþega í júlí árið 2022 miðað við júlí árið 2019. Vestamannaeyjar eru augljóslega að fá til sín fleiri gesti núna í sumar en við fengum fyrir Covid, góð upplifun gesta sem heimsækja okkur og stíf markaðssetning eru að skila sér í auknum flutningum.” segir Hörður Orri.

Hann vill nota tækifærið til að hrósa og þakka starfsfólki Herjólfs ohf. sem staðið hefur vaktina. „Þau eiga öll sem eitt heiður skilinn fyrir dugnað og ósérhlífni við það að halda uppi þeirri öflugu þjónustu sem við viljum veita.”

 

Smelltu á súluritið til að opna það stærra. Heimild/Herjólfur.

 

 

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).