Bestu kylfingar landsins leika nú í Eyjum

5.Ágúst'22 | 07:36
golfvollur

Völlurinn í Eyjum þykir skemmtilegur og krefjandi. Ljósmynd/TMS

Íslandsmótið í golfi 2022 fer nú fram í Vestmannaeyjum. Hófst mótið í gær og stendur það til 7. ágúst.

Í karlaflokki er Kristófer Orri Þórðarson, GKG, efstur eftir fyrsta keppnisdaginn. Á vefsíðunni golf.is er fylgst vel með gangi mála. Þar segir að Kristófer Orri hafi leikið á 66 höggum eða 4 höggum undir pari og er hann með tveggja högga forskot á fjóra kylfinga. Þar á meðal er Aron Snær Júlíusson, GKG, sem er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Alls léku 13 kylfingar á pari vallar eða betur í gær.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, er efst eftir fyrsta keppnisdaginn en hin 15 ára gamli Evrópumeistari lék Vestmannaeyjavöll á pari við krefjandi aðstæður. GR-ingar eru í fjórum efstu sætunum og er ljóst að spennandi keppni er framundan í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er önnur á +3 og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er á +4. Ólafía Þórunn er þrefaldur Íslandsmeistari líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem lék á 76 höggum í gær.

Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.

Tags

Golf

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).