Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum

2.Ágúst'22 | 08:35
stjórnsýsluhús_2022

Starfsstöð sýslumannsins í Vestmannaeyjum er í Stjórnsýsluhúsinu. Ljósmynd/TMS

Staða sýslumannsins í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í sl. viku, en dómsmálaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda, drög að frumvarpi til laga um sýslumann þar sem veittur er umsagnarfrestur til 15. ágúst nk.

Með frumvarpinu er lagt til að lögfest verði ný lög um sýslumann sem er ætlað að leysa af hólmi lög nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Helstu breytingarnar varða fækkun sjálfstæðra sýslumannsembætta úr níu í eitt. Með því verða öll sýslumannsembætti landsins sameinuð undir einni yfirstjórn og einn sýslumaður skipaður í umrætt embætti.

Til stendur að starfrækja flestar núverandi starfsstöðvar, m.a. í Vestmannaeyjum. Hins vegar verður öllu starfsfólki sagt upp störfum og það ráðið í hið nýja embætti. Stöður sýslumanna verða lagðar niður og nýr sýslumaður annast ráðningar stjórnenda starfsstöðva um landið. Jafnframt stendur til að leggja fram drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum til að hægt sé að innleiða nútímalega starfshætti, m.a. stafræna þjónustu, hjá nýju embætti.

Ekki liggur fyrir hvar dómþing verða staðsett, en bent hefur verið á mikilvægi þess að dómþing sé sinnt í Vestmannaeyjum.

Leggja til að dómsmálaráðherra falli frá áformum um að leggja fram frumvarp til laga um sýslumann á þessum tímapunkti

Bæjarráð samþykkti með tveimur atkvæðum fulltrúa E og H lista, gegn einu atkvæði fulltrúa D lista, fyrirliggjandi drög að umsögn um frumvarp til laga um sýslumann, sem birt hefur verið í Samráðsgátt stjórnvalda. Vestmannaeyjabær leggur til að dómsmálaráðherra falli frá áformum um að leggja fram frumvarp til laga um sýslumann á þessum tímapunkti og hefji eðlilegt samráð við hlutaðeigandi aðila um framtíðarsýn fyrir sýslumannsembættin í landinu.

Jafnframt fól bæjarráð framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að birta umsögn bæjarráðs í Samráðsgátt stjórnvalda.

Getur ekki tekið undir umsögn meirihlutans

Eyþór Harðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu lét bóka að undirritaður geti ekki tekið undir umsögn meirihluta E og H listans hvað varðar frumvarp til laga um sýslumann. Breytingarnar sem eru boðaðar festa starfsstöð sýslumanns í Vestmannaeyjum í sessi og fela í sér mikil tækifæri fyrir starfsstöð sýslumanns í Eyjum með möguleikum á frekari sérhæfðum verkefnum og fjölgun starfa. Nýleg lagabreyting á tilhögun hjónavígsluskilyrða rennir stoðum undir það.

Forysta embættisins verður áfram í Vestmannaeyjum samkvæmt boðuðum breytingum

Markmið breytinganna er að auka þjónustustig við íbúa landsins, bætt stjórnun og rekstur og fjölgun starfa á landsbyggðinni, t.a.m, mun aðsetur sýslumanns vera á úti á landi. Með breytingunum eykst þjónusta sýslumanns í Eyjum við bæjarbúa. Á tímum stafrænnar þróunar er núverandi kerfi ekki að standast tímans tönn og eru því frumvarpið gott innlegg í bættan ríkisrekstur og nútímavæðíngu á þjónustu á landsbyggðinni. Síðustu ár hefur starfsemi embættisins í Eyjum eflst verulega og þar hefur öflugur yfirmaður skipt lykilmáli. Forysta embættisins verður áfram í Vestmannaeyjum samkvæmt boðuðum breytingum, segir í bókun Eyþórs.

Hér má sjá drögin að frumvarpi til laga um sýslumann.
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).