Bættist aðeins í þjóðhátíðarstemminguna hjá tipparanum frá Eyjum

2.Ágúst'22 | 12:02
1x2_fagn

Þeir höfðu ástæðu til að fagna tippararnir sem náðu í vinninga um helgina.

Tipparar voru á skotskónum um verslunarmannahelgina og var einn tippari með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum og fær hann í sinn hlut 6,7 milljónir króna. 

Tipparinn tvítryggði 9 leiki, þrítryggði 1 leik og var með 3 leiki með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 19.968 krónur. Tipparinn styður Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.

Svo bættist aðeins í þjóðhátíðarstemminguna hjá tipparanum frá Vestmannaeyjum sem fékk rúma eina milljón króna fyrir 12 rétta á sunnudagsseðlinum, segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Þess má geta að risapottur verður í boði á Enska getraunaseðlinum næstkomandi laugardag upp á 170 milljónir króna.

Tags

1X2

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.