Tíðindalítil nótt að baki hjá lögreglunni í Eyjum

1.Ágúst'22 | 10:28
DSC_5956

Síðasti sólarhringur hátíðarinnar var ívið rólegri hjá lögreglu en sólarhringurinn á undan sem sést best á því að einungis einn var vistaður í fangageymslu sl. nótt. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Dagskrá þjóðhátíðar 2022 lauk sem kunnugt er nú í nótt. Mikill mannfjöldi var á svæðinu og náði fjöldinn hámarki undir miðnættið í gærkvöldi þegar brekkusöngur fór fram í Herjólfsdal. 

Síðasti sólarhringur hátíðarinnar var ívið rólegri hjá lögreglu en sólarhringurinn á undan sem sést best á því að einungis einn var vistaður í fangageymslu sl. nótt. Ein líkamsárás var skráð hjá lögreglu og átta fíkniefnamál. Í öllum fíknefnamálunum var um minniháttar mál að ræða. Tvö minniháttar slys eru skráð þar sem viðkomandi hafði skrikað fótur og fallið í jörðina. Um minniháttar meiðsli var að ræða í báðum tilfellum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Verða með áfengismæla á ferð bæði í Vestmannaeyjum og í Landeyjahöfn

Herjólfur hóf að flytja þjóðhátíðargesti upp á land kl. 02:00 í nótt og mun sigla þétt milli lands og Eyja í allan dag og fram á nótt. Lögregla hvetur ökumenn sem fyrr til að gæta vel að því að aka ekki af stað fyrr en allt áfengi er farið úr blóði.  Lögreglumenn verða með áfengismæla á ferð bæði í Vestmannaeyjum og í Landeyjahöfn í dag og eru ökumenn hvattir til að nýta sér það áður en ekið er af stað út í umferðina.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).