Fyrsta nótt Þjóðhátíðar var róleg hjá lögreglu

30.Júlí'22 | 14:38
DSC_3494

Það var góð stemning í Herjólfsdal í gær og í nótt. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Nóttin var afar róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og  var góður bragur á skemmtanahaldi. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu í Eyjum. Enn fremur segir í tilkynningunni að vanda sé lögreglan með öflugt fíknefnaeftirlit í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð.

Síðasta sólarhringinn voru tólf einstaklingar kærðir fyrir fíkniefnabrot. Hald var lagt á nokkurt magn fíkniefna í einu tilfelli en önnur mál voru minniháttar. Einn var kærður fyrir ölvun við akstur og annar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Engin ofbeldisbrot komu til kasta lögreglu. Einn gisti fangageymslu sökum ölvunarástands. Það er mat lögreglu að hátíðahöldin hafi farið vel fram í nótt og fólk almennt skemmt sér fallega.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).