Breyttar útfærslur á heimgreiðslum

18.Júlí'22 | 11:23
20210502_111654

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Heimgreiðslur voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja.

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fræðslufulltrúi fóru yfir minnisblað sem sent var út með fundargögnum um útfærslur á heimgreiðslum fyrir 12-16 mánaða börn, regluverki þar í kring og áætlaðan fjölda sem mun nýta sér úrræðið.

Í minnisblaðinu var lagt upp með eftirtaldar útfærslur:

✓ Heimgreiðslur verði í boði frá 1. september 2022

✓ Upphæð heimgreiðslu verði kr. 110.000 á mánuði fyrir hvert barn.

✓ Heimgreiðslur verði fyrir foreldra barna á aldrinum 12-16 mánaða sem ekki eru í leikskóla hvort sem foreldrar þiggja vistunarboð á leikskóla eða ekki. Greiðslum lýkur þann dag sem barn nær 16 mánaða aldri eða það hefur leikskólagöngu.

✓ Heimgreiðslur verði í boði fyrir foreldra barna eldri en 16 mánaða ef ekki er laust leikskólapláss fyrir barnið í sveitarfélaginu. Greiðslur falla niður þegar barn fær vistunarboð á leikskóla.

✓ Heimgreiðslur verði eftirágreiddar, fyrir 10. dag hvers mánaðar. Umsóknir berist fyrir 25. dag þess mánaðar sem heimgreiðslur hefjast.

✓ Heimgreiðsala verði bundin því að barn og foreldrar séu með lögheimili í Vestmannaeyjum. Við flutning á lögheimili úr sveitarfélaginu falli heimgreiðslur niður frá og með sama degi.

Þegar útfærsluatriði hafa verið samþykkt verða þau sett upp í greinaskiptar reglur og þær lagðar fyrir á næsta fundi ráðsins. Þar verði þá greinar um ofgreiðslu, endurgreiðslurétt, vangoldin gjöld, hvar skuli sækja um heimgreiðslur o.s.frv.

Áætlaður fjöldi

Miðað við stöðu á biðlista og inntöku á leikskólana á haustönn má gera ráð fyrir heimgreiðslum til foreldra 4-5 barna frá 1.9.2022-31.12.2022 sem er þá kostnaður upp á u.þ.b. 2.200.000 á því tímabili.

Árið 2023

Miðað við inntöku, stöðu biðlista og fjölda fæddra barna frá janúar-júní (27) 2022 má áætla að kostnaður við heimgreiðslur gæti orðið 10.000.000-12.000.000 fyrir þann hluta ársins árið 2023, ef ekki verður hægt að fjölga leikskólaplássum, en um 2.500.000-3.000.000 fyrir júlí til desember 2023. Rétt að benda á að áætlaður fjöldi ræðst af fjölda barna í árgöngum og af þeim leikskólaplássum sem verða í boði. Hugsanlega getur því fjöldi barna sem rétt hafa til heimagreiðslu orðið meiri ef árgangar stækka og ef ekki tekst að fjölga leikskólaplássum, segir í minnisblaðinu.

Skapi aukið svigrúm fyrir foreldra sem og brúi bil milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að útfærslur eins og þær voru lagðar fram í minnisblaðinu séu samþykktar og fól ráðið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að vísa málinu til bæjarráðs til umfjöllunar þar sem um er að ræða aukinn kostnað á árinu 2022. Einnig leggur ráðið til að gert verði ráð fyrir breytingunni í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

Ráðið fól framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að uppfæra reglur um heimgreiðslur og leggja fyrir næsta fund ráðsins. Er það von ráðsins að þessi ákvörðun skapi aukið svigrúm fyrir foreldra sem og brúi bil milli fæðingarorlofs og leikskólagöngu.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).