Þróunarverkefnið "Snemmbær stuðningur í hnotskurn" innleitt í leikskólana

16.Júlí'22 | 11:08
soli_börn_vestm_is

Leikskólar Vestmannaeyjabæjar innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn skólaárið 2022-2023. Ljósmynd/Vestmannaeyjabær

Leikskólar Vestmannaeyjabæjar innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn skólaárið 2022-2023 en það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið.

ÞEtta kemur fram í fundargerð fræðsluráðs Vestmannaeyja. Þar segir enn fremur að samkvæmt verkáætlun sem borist hefur frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir heilum starfsdegi strax að hausti fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið.

Gert er ráð fyrir að sá dagur verði 22. ágúst sem er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali. Leikskólastjórnendur hafa sent fræðsluráði erindi þess efnis að fjölga starfsdögum næsta skólaár um einn dag svo færa megi þau verkefni sem til stóð að vinna þann 22. ágúst á þann dag.

Fræðsluráð þakkar greinargott erindi og hlakkar til að fylgjast með þessu metnaðarfulla verkefni. Ráðið samþykkti einn viðbótarstarfsdag í september fyrir skólaárið 2022-2023 vegna innleiðingar á umræddu verkefni. Þá fól ráðið framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, í samráði við stjórnendur leikskóla, að ákveða hentugan dag og uppfæra skóladagatal í samræmi við það.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).